Helgin var alveg ágæt hjá okkur hjónum. Við fórum á jólahlaðborð í boði Frisk. Í þetta sinn fórum við á Apótekið og verð ég nú bara að gefa kokkunum þar bestu meðmæli. Sérstaklega var hangikjöts carpaccio gott. Svo voru þeir með einstaklega velheppnaða purusteik. Við drukkum og átum heil ósköp og skemmtum okkur konunglega. Eftir hlaðborðið fórum við hjónin í "frændapartý" í Grafarholtið og enduðum svo gegn betri vitund á Kringlukránni. Ég get ekki sagt að það sé draumastaðurinn. Þar mátti sjá fræga kappa eins og Gylfa Ægison og undir hljómaði undurblíð rödd Eyjólfs Euro dúdú bróður. Oh my god!!!
Leita í þessu bloggi
Sjaldgæf tegund í leit að gleði, hamingju og raftækjum...ekki endilega í þessari röð.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli